
Vaxlitaprent
Markmið: Að nota vaxliti og hita til að búa til mynstur á bol.
Áhöld:
✔ Vaxlitir
✔ Bökunarpappír
✔ Málningarlímband
✔ Pappír/skapalón
Aðferð:
- Búðu til skapalón eða notaðu málningarlímband til að afmarka munstrið.
- Yddaðu vaxlitina og dreifðu þeim yfir opið svæði.
- Leggðu bökunarpappír ofan á og straujaðu yfir við miðlungshita þar til vaxið bráðnar.
- Láttu vaxið kólna áður en þú fjarlægir bökunarpappírinn.