
Litasköfun
Markmið: Að búa til litasamruna og mynstur með því að skafa málningu yfir efni.
Áhöld:
✔ Reglustrika eða gluggaskafa
✔ Bökunarpappír
✔ Málningarlímband
✔ Textílmálning (t.d. Creall Tex)
✔ Harður pappi
✔ Rök tuska
Aðferð:
- Klipptu niður harðan pappa og leggðu undir bolinn til að verja bakstykkið.
- Líma bolinn niður á borðið til að koma í veg fyrir að hann hreyfist.
- Settu U-laga rönd af málningu í miðjuna á bolnum.
- Notaðu reglustriku/gluggasköfu til að draga litinn niður.
- Skafaðu mismunandi liti og leyfðu þeim að renna saman eftir þörfum.
- Leyfðu bolnum að þorna og straujaðu yfir mynstrið til að festa litinn.